Þingvallaferð Orators

Hin árlega Þingvallaferð verður farin á föstudaginn n.k. 30.ágúst! Leiðsögumennirnir okkar í ár eru Ingveldur Anna og Orri Heimisson. Farið verður frá Lögbergi og er mæting kl 12:30, stefnan er sett á að vera komin aftur í bæinn um 18:00-19:00, stoppað verður í Heiðrúnu, áfengisverslun svo að fólk geti tekið fljótandi með sér inní kvöldið! Rútan heldur svo áfram beint í Veislusal Þróttar.
Skráning fer fram á orator@hi.is þar sem þarf að koma fram fullt nafn og kennitala. Einnig verða stjórnarmeðlimir í Lögbergi og Háskólabíó að taka á móti skráningum.
Verð:
Þingvallaferð: kr. 2.200,-/5.000,- (utan Orator)
Félagsgjald + Þingvallaferð: kr. 8.600,-
Það eru svo að sjálfsögðu allir laganemar velkomnir í gleðina um kvöldið en við verðum komin í veislusal Þróttar um 20:00 leytið.