Orator Oratorum í boði LOGOS

Event photo
Leyfðir í skráningu:
1. ár
2. ár
3. ár
4. ár
5. ár

Föstudaginn 1. nóvember mun hin víðfræga ræðukeppni Orator Oratorum í boði LOGOS fara fram.

Við erum að sjálfsögðu að tala um ræðukeppni aldarinnar þar sem vinningshafinn mun hljóta titilinn ,,ræðumaður ræðumannanna’’ eða ORATOR ORATORUM sem er einn mesti heiður sem laganemi getur hlotið.

Skráning fer fram á koa10@hi.is, þriðjudaginn 29. október, kl. 12:00. Komið er fram við keppendur sem guði í íslenskri lögfræði, þeir fá kvöldverð á sjálfan keppnisdaginn í boði Orator og guðaveigar þar til keppninni lýkur. Að auki eru veglegir vinningar í boði.

Keppnin fer fram í Félagsheimili Fáks og hefst að loknum kokteilum, en það verða rútur sem ferja laganema frá kokteilum á keppnina.

Skemmtum okkur saman á einum skemmtilegasta viðburði annarinnar áður en við sökkvum okkur í lesturinn.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Það er ekki netskráning á þennan viðburð, hafðu samband við stjórn fyrir frekari upplýsingar. 🎉