ORATOR - Lögrétta

Föstudaginn 23. febrúar nk. mun Orator koma til með að etja kappi við Lögréttu.
Keppnin hefst í hádeginu á föstudeginum kl. 13:00 þar sem íþróttakempur Orators munu takast á við liðsmenn Lögréttu. Keppt verður í handbolta, dodgeball og reipitogi og þá munu stjórnir beggja félaga takast á í æsispennandi fótboltaleik.
Upplýsingar um íþróttakeppnirnar, fjölda leikmanna, lengd leiks og stig eru eftirfarandi:
Stjórnarfótbolti - 5 vs. 5 - 2x7 mínútur. - 1 stig
Handbolti - 6 vs. 6 - 2x7 mínútur. - 1 stig
Dodgeball - 6 vs. 6 - 1 stig
Reipitog - 7 vs. 7 - 1 stig
Að leikjum loknum verður gert hlé á keppninni og mun JURIS bjóða félögunum í sameiginlegan kokteil kl. 17:00, þar sem við munum væta kverkarnar vel fyrir kvöldið.
Eftir kokteilana er förinni heitið í Valsheimilið að nýju, þar sem keppnin byrjar aftur og munu þá ræðumenn, spurningakeppendur og bjórþambarar Orators sýna Lögréttu hvar Davíð keypti ölið.
Dagskrá kvöldsins er eftirfarandi:
Spurningakeppni - 3 vs. 3 - 2 stig
Bjórþamb - 2 vs. 2 (einn strákur og ein stelpa úr hvorri deild) - 1 stig
Ræðukeppni - 2 vs. 2 - 3 stig
Við hvetjum ALLA félagsmenn til að taka þennan dag frá og koma til að hvetja Orator til sigurs. Heiður félagsins er í húfi.
BIKARINN Í LÖGBERG!
Bestu kveðjur,
Stjórn Orators og íþróttajöfrar.