Norræn vika í Justus

Event photo
Leyfðir í skráningu:
1. ár
2. ár
4. ár
5. ár
3. ár

Kæru laganemar,

nú er loksins röðin komin að vinum okkar í Justus að bjóða heim. Justus er eitt af finnsku nemendafélögunum, en það er staðsett í hinni frábæru borg Vaasa í Finnlandi og mun þeirra vika fara fram dagana 6. – 10. nóvember næstkomandi. Þemað í ár er “Leadership” þar sem leiðtogar hafa mikil áhrif á framtíðina.


Í þessari frábæru viku verða haldnir fyrirlestrar í tengslum við efnið, farið í heimsókn á lögmannsstofur ásamt því að farið verður í hinn fræga Tapio Tour. Að sjálfsögðu verða þeir gamalkunnu viðburðir sittning, sillis og árshátíðin einnig á dagskrá.


Verðið fyrir alla vikuna er 200€ og 170€ fyrir bara helgina. Orator fær 3 sæti og eitt frísæti sem dreifist jafn milli þeirra sem fara á vikuna. Umsóknir skulu berast á netfangið era17@hi.is en umsóknarfresturinn er til og með 3. október. Vinsamlegast takið fram fullt nafn, kennitölu, símanúmer, námsár, nefndarreynslu eða önnur störf í þágu Orators og ofnæmi eða aðrar óskir ef við á. Ef það koma upp einhverjar spurningar eða ef ykkur vantar frekari upplýsingar þá getið þið haft samband við alþjóðaritara eða kíkt á facebook-viðburðinn. 

 

- ENGLISH - 

Dear friends,

Now it’s time for Justus to invite us to their amazing nordic week. Justus is a law student association located in the beautiful city of Vaasa in Finland. Their week will take place the 6th-10th of November and the theme for the week is „Leadership“. There we will get to visit law firms, get lectures from esteemed lawyers, go on the Tapio Tour as well as attend the regular events such as sittning, årsfest and sillis.The price for the whole week is 200 € and the price for the weekend is 170 €. Orator will get 3 spots and one free spot that will be dealt out among those who will attend the week. Last chance to sign up is the 3rd of October. Please sign up via email to era17@hi.is and include your full name, phone number, which year you are in your studies and allergies (if any).If you need any more information please contact the International secretary or visit the facebook event of the week

Það er ekki netskráning á þennan viðburð, hafðu samband við stjórn fyrir frekari upplýsingar. 🎉