Málþing Orators: Handtökuheimildir lögreglur

Event photo
100 sæti laus
Leyfðir í skráningu:
1. ár
2. ár
4. ár
5. ár
3. ár

Málþing Orators - Handtökuheimildir lögreglu þegar dómari frestar ákvörðunartöku í gæsluvarðhaldi.

Orator, félag laganema við Háskóla Íslands, stendur fyrir málþingi miðvikudaginn 29.janúar n.k. í stofu L-101, Lögbergi.

Yfirskrift málþingsins að þessu sinni er; Handtökuheimildir lögreglu þegar dómari frestar ákvörðunartöku í gæsluvarðhaldi.

Til umræðu verða tilfellin þegar dómari frestar ákvarðanatöku um gæsluvarðahald og hvaða heimildir lögregla hefur til að aðhafast frekar í þeim tilfellum. Hver er réttarstaða gæsluvarðhaldsfanga og hverjar eru heimildir lögreglu til þess að handtaka einstaklinga á meðan bið stendur yfir?

Frummælendur á málþinginu verða eftirfarandi:

María Káradóttir -
Aðstoðarsaksóknari og verkefnastjóri ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Bragi Dór Hafþórsson -
Bragi er lögmaður hjá LEX lögmannstofu og hefur mikla reynslu af opinberum málum. Bragi er einnig funda- og menningarmálastjóri emeritus.

Oddur Ástráðsson -
Lögmaður hjá LMB Mandat og kennari í sakamálaréttarfari við Háskóla Íslands.

Fundarstjóri verður Katrín Ósk Ásgeirsdóttir, funda og menningarmálastjóri Orators.

Að framsögum loknum verður opnað fyrir spurningar úr sal, en einnig verða teknar fyrir spurningar sem berast í gegnum Live- streamið og yfir Twitter undir myllumerkinu #orator20.

Málþingið er að sjálfsögðu opið öllum sem heyra vilja og vonumst við til að sjá sem flesta.

Deig Bakery býður gestum upp á hressingu að málþingi loknu.

LEX Lögmannsstofa er helsti styrktaraðili fræðastarfs Orators.

Skráðu þig inn til að vera með! 🎉