Málflutningskeppni Orators 2020

Event photo
Leyfðir í skráningu:
1. ár
2. ár
4. ár
5. ár
3. ár

Kæru laganemar,

Málflutningskeppni Orators verður haldin í Hæstarétti 28. febrúar 2020. Þar keppa lið í málflutningi og munu þrír hæstaréttardómarar dæma ásamt tveimur löglærðum fulltrúum lagadeildar. Fræðastarfið er í boði LEX lögmannsstofu.

Keppnin er haldin á tveggja ára fresti og nýtur hún mikillar virðingar innan lögfræðisamfélagsins. Verðlaun verða veitt fyrir þátttöku, vinningslið og málflutningsmann Orators.

Keppnin er mjög góð reynsla fyrir verðandi málflutningsmenn og hefur verið vinsæl meðal laganema. 

Lagadeild Háskóla Íslands veitir öllum keppendum 2 ECTS einingar fyrir þátttöku.

Funda - og menningarmálastjóri auglýsir hér með eftir liðum til þátttöku.

Hvert lið skal skipað 4-5 laganemum. Öllum laganemum við Háskóla Íslands er heimilt að taka þátt í keppninni en þar af skal a.m.k. einn keppandi í hvoru liði hafa lokið prófi í námskeiðinu Réttarfar I.

Málavaxtalýsing keppninnar verður afhent keppendum við lok skráningar í janúar. 

 Skráning hefst í dag og stendur til 9.janúar.

Skráning fer fram með því að senda tölvupóst til undirritaðrar á netfangið koa10@hi.is

 

Með bestu kveðjum,

Katrín Ósk Ásgeirsdóttir

Funda- og menningarmálastjóri Orators, félags laganema við Háskóla Íslands

Það er ekki netskráning á þennan viðburð, hafðu samband við stjórn fyrir frekari upplýsingar. 🎉