Málflutningskeppni Orators verður haldin í Hæstarétti laugardaginn 3. mars 2018. Hún hefst kl. 10:00, stendur til kl. 14:00 og verða háðar þrjár viðureignir milli liðanna.
Þrjú lið etja kappi í ár og verður keppnin dæmd af þremur fulltrúum Hæstaréttar og tveimur fulltrúum lagadeildar.
Dómarar eru Benedikt Bogason, Karl Axelsson, Þorgeir Ingi Njálsson ásamt Ásgerði Ragnarsdóttur og Ara Karlssyni.
Liðin njóta aðstoðar lögmanns á meðan á undirbúningi stendur, en Orator vill þakka lögmönnum Réttar og Lex kærlega fyrir þeirra vinnu.
Veitt verða verðlaun fyrir sigurliðið auk þess sem Málflutningsmaður Orators verður útnefndur.
Dagskrá keppninnar er eftirfarandi:
Klukkan 10:00 Viðureign 1 - Lið A í sókn og lið C í vörn.
Klukkan 10:45 Hlé
Klukkan 11:00 Viðureign 2 - Lið C í sókn og lið B í vörn.
Klukkan 11:45 Hlé
Klukkan 12:30 Viðureign 3 - Lið B í sókn og lið A í vörn.
Klukkan 13:15 Dómarahlé
Klukkan 13:45 Afhending viðurkenningarskjala og verðlauna
Liðin eru sem hér segir:
Lið A
Egill Ásbjarnarson
Fjölnir Ólafsson
Guðni Friðrik Oddsson
Stefán Snær Stefánsson
Lið B
Áslaug Benediktsdóttir
Kolbrún Sara Másdóttir
Sigríður Harradóttir
Thelma Christel Kristjánsdóttir
Lið C
Erla Ylfa Óskarsdóttir
Jóna Þórey Pétursdóttir
Linda Íris Emilsdóttir
Silja Rán Arnarsdóttir