Kynning á skiptinámi lagadeildar Háskóla Íslands

Event photo
Leyfðir í skráningu:
1. ár
2. ár
4. ár
5. ár
3. ár

Orator stendur fyrir kynningu á skiptinámi fyrir laganema Hí þriðjudaginn 28.janúar kl. 20:00.

Staðsetning verður tilkynnt á morgun!

Alþjóðasamskiptafulltrúi Lagadeildar Arna Pétursdóttir kynnir upplýsingar um skiptinám laganema ásamt nokkrum fyrrverandi skiptinemum sem eru nýkomnir heim úr náminu.

Þeir verða:
Sigmar Aron Ómarsson (Kaupmannahöfn)
Lísbet Sigurðardóttir (Ungverjaland)
Hanna Björt Kristjánsdóttir (Svíþjóð)
Freyja Sigurgeirsdóttir (Svíþjóð)

Nemum í meistaranámi við Lagadeild býðst að taka eitt misseri, eða 30 ECTS einingar námsins við erlendan háskóla.

Nemendum deildarinnar gefst tækifæri til að upplifa hvernig það er að vera í námi erlendis. Skólagjöld geta verið mjög há í erlendum háskólum en í gegnum samstarfsnetin Nordplus og Erasmus geta nemendur stundað nám við þá skóla án þess að greiða skólagjöld. Einnig getur nemandinn fengið ferða- og uppihaldsstyrki í gegnum sömu net.

Í erlendum skólum geta verið aðrar áherslur en hjá Háskóla Íslands sem endurspeglast m.a. í framboði námskeiða. Þannig geta skiptinemar aukið valmöguleika sína og þekkingu. Nemendur sem hafa farið í skiptinám taka það flestir fram hve mikið er um úrvalskennara með aðra heimssýn og reynslu og telja að það sé einn af helstu kostum þess að fara erlendis í nám.

Umsóknarfrestur um skiptinám erlendis skólaárið 2020-2021 er 3. febrúar.


Viðburðurinn er opinn öllum og vonumst við til að sjá sem flesta!
Funda- og menningarmálanefnd Orators

Það er ekki netskráning á þennan viðburð, hafðu samband við stjórn fyrir frekari upplýsingar. 🎉