Kvöldspjall Orators og Femínistafélagsins Auðar

Event photo
Leyfðir í skráningu:
1. ár
2. ár
4. ár
5. ár
3. ár

ORATOR og Femínistafélag laganema, Auður, standa fyrir kvöldviðburði 21. mars næstkomandi á Kex Hosteli kl. 19:30-22:00. 

Síðustu mánuði hefur umræðan um viðhorf gagnvart konum í atvinnulífinu farið stigvaxandi. Konur í réttarvörslukerfinu stigu m.a. fram í desember síðastliðnum og sögðu frá reynslu sinni innan lögfræðistéttarinnar um misjafnt viðhorf vegna kyns og hindranir sem á vegi þeirra hafa orðið. 

Funda- og menningarmálanefnd Orators og Femínistafélagið Auði langaði til þess að færa umræðuna í nálægð við laganema með því að fá til liðs við sig konur til þess að ræða sínar upplifanir. Einnig ætla þær að segja okkur frá lífinu í lagadeild og frá sínum starfsferli eftir lagadeild. 

Fyrirkomulagið verður þannig að framsögumenn halda stuttar kynningar og svo verður skipt niður í umræðuhópa að þeim loknum. 

Neðangreindar konur verða gestir okkar á kvöldspjallinu: 

Brynhildur Flóvenz - Dósent við lagadeild Háskóla Íslands
Guðrún Sesselja Arnardóttir - Hæstaréttarlögmaður hjá Ríkislögmanni
Jónína S. Lárusdóttir - Framkvæmdarstjóri lögfræðisviðs Arion banka
Sigrún Jóhannsdóttir - Héraðsdómslögmaður og eigandi á Lögvís lögmannsstofu
Svala Ísfeld Ólafsdóttir - Dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík

Fundarstjóri verður Lísbet Sigurðardóttir, funda- og menningarmálastjóri Orators.

Happy hour tilboð verða á barnum á meðan á viðburðinum stendur og allir eru velkomnir! 

LEX lögmannsstofa er aðalstyrktaraðili fræðastarfs Orators

Það er ekki netskráning á þennan viðburð, hafðu samband við stjórn fyrir frekari upplýsingar. 🎉