KOSNINGAR ORATORS

Event photo
Leyfðir í skráningu:
1. ár
2. ár
4. ár
5. ár
3. ár

Kosningar til nýrrar stjórnar Orators fara fram föstudaginn 23. mars og hefjast kl. 20:00.

Kvöldið hefst á kokteil í Arion Banka og Lögmenn Höfðabakka en rútur munu svo ferja laganema á kosningakvöldið sjálft.

Á kosningakvöldinu munu verða fluttar stuðningsmannaræður fyrir frambjóðendur og mun Orator bjóða félagsmönnum upp á veitingar.
Að stuðningsmannaræðum loknum mun verða gengið til kosninga og í kjölfar þess verða úrslit kynnt af kjörstjórn.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla verður haldin í hádeginu á föstudeginum 23. mars frá kl. 11:30-13:00. Utankjörfundurinn er í Lögbergsdómi.

Það er ekki netskráning á þennan viðburð, hafðu samband við stjórn fyrir frekari upplýsingar. 🎉