Kokteill: Stéttarfélag lögfræðinga

Event photo
43 sæti laus
Leyfðir í skráningu:
1. ár
2. ár
4. ár
5. ár
3. ár

Stéttarfélag lögfræðinga býður félagsmönnum Orators í kokteil föstudaginn 1. apríl kl. 17 að Borgartúni 6 á 4. hæð. Þaðan mun rúta ferja okkur á aðalfund Orators í Valsheimilinu og að loknu stjórnarkjöri og annarri dagskrá þar er förinni heitið niður í bæ, einnig með rútu.

Skyldumæting á síðasta djamm fyrir prófin!


Aðalfundur verður settur fimmtudagskvöldið, 31. mars kl. 19:00 - 21:30 í stofu L-101, Lögbergi. Kosningakvöldið fer fram föstudaginn 1. apríl kl. 20 í Valsheimilinu og verða feitletraðir dagskrárliðir teknir þar fyrir.
Um aðalfund fer eftir fundarsköpum Orators sbr. 12. gr. laga Orators.
Dagskrá fundarins er samkvæmt 12. gr. laga Orators eftirfarandi:
1. Skýrsla stjórnar.
2. Stjórnin leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins.
3. Umræður um skýrslur og reikninga.
4. Lagabreytingar.
5. Kosning stjórnar fyrir næsta starfsár.
6. Hin nýkjörna stjórn tekur formlega við völdum og vottar GRÁGÁS virðingu sína.
7. Kappdrykkja öls milli fráfarandi stjórnar og nýkjörinnar stjórnar.
8. Drengja- og stúlknakór.
9. Kosning ferðamálráðs.
10. Kosning fulltrúa og varafulltrúa á deildarfundi lagadeildar, skulu þeir kosnir til tveggja ára. Varaformaður félagsins er sjálfkjörinn deildarfundarfulltrúi til eins árs.
11. Kosning eins fulltrúa í námsnefnd, til tveggja ára í senn.
12. Stjórn Orators skipar ritnefnd Úlfljóts að tillögu ritstjóra Úlfljóts. Í henni skulu sitja að hámarki 5 laganemar. Skulu nefndarstörfin auglýst laus til umsóknar.
13. Kosning ritstjóra GRÍMS GEITSKÓS.
14. Kosning ritstjóra Margmiðlunarnefndar.
15. Kjör tveggja skoðunarmanna. Hvorki mega þeir eiga sæti né hafa átt sæti í stjórn ORATORS eða vera, eða hafa verið, framkvæmdastjórar ÚLFLJÓTS.
16. Kosning þriggja laganema í Lagaráð Orators, sbr. 15. gr.
17. Önnur mál.

Skráðu þig inn til að vera með! 🎉