Kokteill: Stéttarfélag lögfræðinga

Event photo
40 sæti laus
Leyfðir í skráningu:
1. ár
2. ár
4. ár
5. ár
3. ár
Nú fer önnin að líða undir lok og er því komið að seinasta kokteilnum í bili. 😘
Boðið er ekki af verri endanum þar sem Stéttarfélag lögfræðinga ætlar að bjóða okkur til sín í Borgartún 6 klukkan 17:00. 🔥 
 
Hlutverk Stéttarfélag lögfræðinga er að vera í forsvari fyrir félagsmenn sína við gerð kjarasamninga og við aðrar ákvarðanir er á einhvern hátt snerta kjör þeirra. Félagsaðild er heimil þeim launþegum sem lokið hafa að lágmarki 180 ects einingum í lögfræði frá viðurkenndum háskóla.
 
Skráning hefst að sjálfsögðu á miðvikudaginn, á slaginu 12:00 og sem fyrr eru takmörkuð pláss þannig að fyrstur kemur fyrstur fær. Eftir kokteilinn verða síðan leigubílar á Miami þar sem fjörið heldur áfram fram á rauða nótt!
Ljúkum þessari önn með pompi og prakt áður en blessuð prófin byrja <3 
Skráðu þig inn til að vera með! 🎉