Orator, félag laganema við Háskóla Íslands, stendur fyrir hátíðarmálþingi mánudaginn 12. febrúar næstkomandi klukkan 12:00 í Lögbergi, stofu L-101.
Hátíðardagskráin hefst með veitingu kennsluverðlauna Orators og hátíðarmálþing tekur svo við. Veiting verðlaunanna og málþingið eru í tilefni af árlegum hátíðardegi laganema sem er 16. febrúar ár hvert. Heiðursgestur árshátíðarinnar í ár er Oddný Mjöll Arnardóttir.
Yfirskrift málþingsins er: „Ásýnd íslenskra dómstóla“.
Umhverfi íslenska dómkerfisins hefur umturnast undanfarin misseri, þá einna helst með tilkomu Landsréttar. Mikið hefur verið rætt um skipan dómara, traust á dómskerfinu og það umhverfi sem einkennir íslenskt dómskerfi. Á málþinginu verður farið yfir málefni dómstólanna á Íslandi og dómskerfisins í heild, stofnun Landsréttar rædd og þeirri spurningu velt upp hvort traust almennings á dómstólum sé áhyggjuefni.
Erindi flytja:
Oddný Mjöll Arnardóttir, prófessor við Lagadeild Háskóla Íslands og dómari við Landsrétt.
„Hugleiðingar um hinn nýja Landsrétt".
Arnar Þór Jónsson, héraðsdómari og lektor við Lagadeild Háskólans í Reykjavík
„Um traust á dómstólum“.
Ingibjörg Þorsteinsdóttir, héraðsdómari og formaður Dómarafélags Íslands.
„Er eitthvað að óttast? Hugleiðingar um stöðu dómstólanna“.
Fundarstjóri verður Lísbet Sigurðardóttir, funda- og menningarmálastjóri Orators.
Málþingið hefst klukkan 12:00 og verða léttar veitingar í boði að málþingi loknu.
Lex lögmannsstofa er aðalstyrktaraðili fræðastarfs Orators.
Málþingið er opið öllum.