Harðarmótið í Golfi

Event photo
Leyfðir í skráningu:
1. ár
2. ár
4. ár
5. ár
3. ár
Komið er að fyrsta íþróttaviðburði skólaársins, hinu árlega Harðarmóti í golfi!
Mótið er haldið í minningu Harðar Heimis Sigurðssonar, föstudaginn 14. september klukkan 13:00 á Korpúlfsstaðavelli í Grafarvogi.
 
Leikið verður eftir ,,Texas Scramble’’ reglum.
Fyrirkomulagið er þannig að tveir einstaklingar eru saman í liði. Báðir slá upphafshögg og er svo valið hvort höggið skal notast við. Þá eru báðar kúlurnar slegnar á þeim stað og sama fyrirkomulag er haft þangað til að holunni lýkur.
Það er svo dregið frá eitt högg fyrir hvern kláraðan bjór og því getur aþð komið sér vel að þekkja einhvern sem hefur þá guðsgjöf að geta púttað beint, vel í glasi.  
 
Leikið verður punktakeppni með forgjöf og eru forgjafir beggja einstaklinga lagðar saman og síðan deilt með 5. Þá er fundin út sameiginleg forgjöf leikmannanna sem notast verður við í mótinu.
 
Þegar aðilarnir skrá sig skal taka fram:
  1. Nafn á leikmanni og kennitala
  2. Hver er liðsfélagi? Ef enginn liðsfélagi er tiltekinn þá verður þér parað saman með öðrum einstakling.
  3. Hver er forgjöfin þín?
 
Skráningin fer fram með því að senda tölvupóst á Gunnar Smára, sitjandi Harðarmótsmeistara, á netfangið Gth152@hi.is. Þátttakan kostar 2900 kr. og verður síðan krafa send fyrir þeim kostnaði á heimabankann ykkar. Skráningin er hafin og lýkur á miðnætti á fimmtudaginn 13. september.
 
Fljótandi veigar verða á boðstólum á staðnum á meðan birgðir endast og síðan tekur sala við.
 
Svo að sjálfsögðu verða veitt vegleg verðlaun, bæði fyrir sigurvegara mótsins og fyrir best klædda liðið.
 
Mikilvægt er að mæta stundvíslega klukkan 13:00.
 
 
 
Það er ekki netskráning á þennan viðburð, hafðu samband við stjórn fyrir frekari upplýsingar. 🎉