Aðalfundur Orators

Event photo
Leyfðir í skráningu:
1. ár
2. ár
4. ár
5. ár
3. ár

Aðalfundur Orators verður settur á fimmtudagskvöldinu, 22. mars kl. 16:30 - 21:00 stofu O-101 í Odda.

Um aðalfund fer eftir fundarsköpum Orators sbr. 12. gr. laga Orators.

Dagskrá fundarins er samkvæmt 12. gr. laga Orators eftirfarandi:

1. Skýrsla stjórnar
2. Stjórnin leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins.
3. Umræður um skýrslur og reikninga.
4. Lagabreytingar.
5. Kosning stjórnar fyrir næsta starfsár.
6. Hin nýkjörna stjórn tekur formlega við völdum og vottar GRÁGÁS virðingu sína.
7. Kappdrykkja öls milli fráfarandi stjórnar og nýkjörinnar stjórnar.
8. Drengja- og stúlknakór.
9. Kosning ferðamálaráðs.
10. Kosning fulltrúa og varafulltrúa á deildarfundi lagadeildar, skulu þeir kosnir til tveggja ára. Varaformaður félagsins er sjálfkjörinn deildarfundarfulltrúi til eins árs.
11. Kosning eins fulltrúa í námsnefnd, til tveggja ára í senn.
12. Stjórn Orators skipar ritnefnd Úlfljóts að tillögu ritstjóra Úlfljóts. Í henni skulu að hámarki sitja 5 laganemar. Skulu nefndarstörfin auglýst til umsóknar.
13. Kosning ritstjóra GRÍMS GEITSKÓS.
14. Kosning ritstjóra Margmiðlunarnefndar.
15. Kjör tveggja skoðunarmanna. Hvorki mega þeir eiga sæti né hafa átt sæti í stjórn ORATORS eða vera, eða hafa verið, framkvæmdastjórar ÚLFLJÓTS.
16. Kosning þriggja laganema í Lagaráð Orators, sbr. 15. gr.  
17. Önnur mál


Stefnt er að því að liðir 1-4 verði teknir fyrir fimmtudagskvöldið 22. mars, en fundi verði síðan frestað. Aðalfundur hefst aftur föstudagskvöldið 23. mars kl 20:00 og mun þá kosningin fara fram. Verða veitingar í boði fyrir félagsmenn.

Tillögum að lagabreytingum skal skilað til stjórnar Orators, á netfangið orator@hi.is, eigi síðar en tveimur dögum fyrir aðalfund sbr. 13. gr. laga Orators. Verða breytingatillögurnar hengdar upp á auglýsingatöflu Orators. V. Aðeins félagsmenn Orators hafa atkvæðisrétt á aðalfundi sbr. c. lið 11. gr. laga Orators. Eru þeir félagsmenn sem ætla að nýta sér kosningarétt sinn hvattir til þess að koma með skilríki.

Það er ekki netskráning á þennan viðburð, hafðu samband við stjórn fyrir frekari upplýsingar. 🎉