Árshátíð Orators 2018
6. febrúar 2018
Þann 16. febrúar nk. verður Árshátíð Orators haldin venju samkvæmt. Hátíðin hefst þann 12. febrúar kl 12:00 með veitingu kennsluverðlauna og hátíðarmálþingi í L-101 þar sem umfjöllunarefnið mun snúa að ásýnd íslenskra dómstóla. Þann 16. febrúar kl 18:00 mun dagskráin svo halda áfram í Gamla bíó.
Matseðill kvöldins er afar glæsilegur en í forrétt verður boðið uppá hægeldaðan lax í sojakaramellu og tígrisrækjur í tómatbasil. Í aðalrétt verður boðið uppá sætbasilkryddað lambafillet með sætum kartöflum og skógarsveppakremsósu. Í eftirrétt verður boðið uppá súkkulaðikonfektköku með karamellusósu og vanilluís.