Fréttir

Article photo

Árshátíð Orators 2018

6. febrúar 2018
Þann 16. febrúar nk. verður Árshátíð Orators haldin venju samkvæmt. Hátíðin hefst þann 12. febrúar kl 12:00 með veitingu kennsluverðlauna og hátíðarmálþingi í L-101 þar sem umfjöllunarefnið mun snúa að ásýnd íslenskra dómstóla. Þann 16. febrúar kl 18:00 mun dagskráin svo halda áfram í Gamla bíó. Matseðill kvöldins er afar glæsilegur en í forrétt verður boðið uppá hægeldaðan lax í sojakaramellu og tígrisrækjur í tómatbasil. Í aðalrétt verður boðið uppá sætbasilkryddað lambafillet með sætum kartöflum og skógarsveppakremsósu. Í eftirrétt verður boðið uppá súkkulaðikonfektköku með karamellusósu og vanilluís.
Article photo

Kennsluverðlaun Orators 2018

31. janúar 2018
Skólaárið 2017-2018 hefur stjórn Orators ákveðið að veita kennsluverðlaun Orators í sjöunda skipti. Markmið með veitingu verðlaunanna er að heiðra þá kennara sem þykja hafa skarað fram úr í kennslu við lagadeild Háskóla Íslands en jafnframt að vera öðrum hvatning, bæði kennurum og nemendum, til að hafa áhrif á þróun og framfarir í kennslu deildarinnar.
Article photo

Leigurmarkaðsráðgjöf Orators í samstarfi við Almenna leigufélagið

9. nóvember 2017
Al­menna leigu­fé­lagið og Orator hafa tekið hönd­um sam­an og bjóða ein­stak­ling­um sem eru á leigu­markaði á Íslandi upp á ókeyp­is lög­fræðiráðgjöf, óháð því hvar þeir leigja.
Article photo

Kvikmyndakvöld með Arnaldi Hjartarsyni

26. október 2017
Funda- og menningarmálanefnd Orators efnir til kvikmyndakvölds í samstarfi við Arnald Hjartarson, aðjúnkt við lagadeild HÍ á mánudaginn n.k. þann 30. október kl. 18:30.
Article photo

Hátíðarmóttaka Úlfljóts

16. október 2017
Hátíðarmóttaka Úlfljóts fer fram föstudaginn 20. október næstkomandi. Í tilefni af því að Úlfljótur fagnar um þessar mundir 70 ára afmæli verður móttakan haldin í elsta húsi Reykjavíkur, Viðeyjarstofu í Viðey.
Article photo

Grái jakkinn og kokteill í Ölgerðinni

26. september 2017
Kæru laganemar. Þriðjudagur er runninn upp sem þýðir að skráning í kokteil hefst í hádeginu á morgun kl. 12:00.
Article photo

Framlengdur frestur fyrir umsóknir í nefndir Orators

6. september 2017
Fresturinn til að sækja um í nefndir Orators hefur verið lengdur til 11. september.
Article photo

Ný heimasíða Orators

31. ágúst 2017
Kæru laganemar. Eftir blóð, svita og tár hefur ný heimasíða Orators litið dagsins ljós og viljum við í stjórn Orators endilega deila með ykkur nokkrum praktískum atriðum.
Article photo

Framhaldsaðalfundur Orators

27. mars 2017
Framhaldsaðalfundur Orators verður haldinn mánudaginn 3. apríl n.k. kl. 16:45. Hengdar hafa verið upp auglýsingar í Lögbergi.
Article photo

Ný stjórn Orators

25. mars 2017
Ný stjórn ORATORS var kosin á spennandi framhaldsaðalfundi föstudagskvöldið 24. mars. Stemningin var frábær í sal Ferðafélags Íslands og ljóst er að glæsilegir einstaklingar buðu sig fram sem gerðu kosningarnar afar spennandi.
Síður