Fréttir

Article photo

Tilkynning

24. janúar 2019
Eins og fram kom í kvöldfréttum RÚV sl. þriðjudag vill Orator leiðrétta allan þann misskilning sem myndast hefur vegna auglýsingar sem Atvinnunefnd Orators sendi frá sér í tengslum við ólaunað starfsnám sem félagsálaráðuneytið bauð upp á. Í erindi BHM til félagsmálaráðuneytisins kemur eftirfarandi fram, „Í því tilviki sem hér um ræðir má ætla að fyrir mistök hafi m.a. verið auglýst eftir einstaklingi sem hefur lokið BA og MA gráðu í lögfræði.“ Það er rétt hjá BHM að um mistök var að ræða þegar auglýst var eftir starfsnema sem þegar hefði lokið námi, enda er sá einstaklingur ekki lengur nemi heldur kominn út á vinnumarkaðinn. Enn fremur var gerð krafa í auglýsingunni um að viðkomandi hefði getu til að vinna sjálfstætt en markmið starfsnáms er einmitt að nemendur fái þjálfun í að vinna lögfræðitengd störf undir eftirliti lögfræðings hjá stofnun eða fyrirtæki sbr 2. gr. reglna um námsvist nemenda í framhaldsámi við lagadeild Háskóla Íslands, samkvæmt 6. mgr. 93. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands. Starfsnám sem Orator hefur milligöngu um eru ýmist launuð eða ólaunuð. Eins og fram kemur í bréfi BHM eru mörkin milli starfsnáms og ólaunaðra starfa mjög óskýr og er því mikilvægt að auglýsingar Orators um ólaunað starfsnám séu skýrar og ótvíræðar. Ólaunuð starfsnám sem Orator hefur milligöngu um eru metin til eininga eins og 2. gr. reglna um námsvistir nemenda gera ráð fyrir.
Article photo

Afmælismálþing Orators

29. september 2018
Orator stendur fyrir afmælismálþingi miðvikudaginn 3. október næstkomandi klukkan 12:00 í Lögbergi, stofu L-101 í tilefni af 90 ára afmæli félagsins.
Article photo

Framtíðin lánasjóður nýr styrktaraðili atvinnunefndar Orators

20. september 2018
Það er stjórn Orators mikil ánægja að kynna nýtt fyrirkomulag á samstarfi Orators og Framtíðarinnar lánasjóðs, en Framtíðin er nú aðalstyrktaraðili atvinnunefndar Orators. Atvinnunefndin spilar gríðarlega mikilvægt hlutverk í starfi Orators en hún sér um að skipuleggja starfsnám fyrir laganema við Háskóla Íslands. Markmið nefndarinnar er að koma laganemum við lagadeild Háskóla Íslands í samband við stofnanir og lögfræðistofur varðandi lögfræðitengd störf og stuðla að því að þeir geti öðlast starfsreynslu með fram námi. Framkvæmdastýrur atvinnunefndarinnar skólaárið 2018-2019 eru þær Kamilla Kjerúlf og Kristín Una Pétursdóttir.
Article photo

Ný stjórn Orators

26. mars 2018
Ný stjórn Orators var kjörin þann 23. mars sl.
Article photo

Árshátíð: Íslandsbanki býður í fordrykk

9. febrúar 2018
Árshátíð Orators 2018 hefst með fordrykk í boði Íslandsbanka.
Article photo

Hátíðarmálþing Orators 2018

6. febrúar 2018
Orator stendur fyrir hátíðarmálþingi mánudaginn 12. febrúar næstkomandi klukkan 12:00 í Lögbergi, stofu L-101. Yfirskrift málþingsins er: „Ásýnd íslenskra dómstóla“.
Article photo

Árshátíð Orators 2018

6. febrúar 2018
Þann 16. febrúar nk. verður Árshátíð Orators haldin venju samkvæmt. Hátíðin hefst þann 12. febrúar kl 12:00 með veitingu kennsluverðlauna og hátíðarmálþingi í L-101 þar sem umfjöllunarefnið mun snúa að ásýnd íslenskra dómstóla. Þann 16. febrúar kl 18:00 mun dagskráin svo halda áfram í Gamla bíó. Matseðill kvöldins er afar glæsilegur en í forrétt verður boðið uppá hægeldaðan lax í sojakaramellu og tígrisrækjur í tómatbasil. Í aðalrétt verður boðið uppá sætbasilkryddað lambafillet með sætum kartöflum og skógarsveppakremsósu. Í eftirrétt verður boðið uppá súkkulaðikonfektköku með karamellusósu og vanilluís.
Article photo

Kennsluverðlaun Orators 2018

31. janúar 2018
Skólaárið 2017-2018 hefur stjórn Orators ákveðið að veita kennsluverðlaun Orators í sjöunda skipti. Markmið með veitingu verðlaunanna er að heiðra þá kennara sem þykja hafa skarað fram úr í kennslu við lagadeild Háskóla Íslands en jafnframt að vera öðrum hvatning, bæði kennurum og nemendum, til að hafa áhrif á þróun og framfarir í kennslu deildarinnar.
Article photo

Leigurmarkaðsráðgjöf Orators í samstarfi við Almenna leigufélagið

9. nóvember 2017
Al­menna leigu­fé­lagið og Orator hafa tekið hönd­um sam­an og bjóða ein­stak­ling­um sem eru á leigu­markaði á Íslandi upp á ókeyp­is lög­fræðiráðgjöf, óháð því hvar þeir leigja.
Article photo

Kvikmyndakvöld með Arnaldi Hjartarsyni

26. október 2017
Funda- og menningarmálanefnd Orators efnir til kvikmyndakvölds í samstarfi við Arnald Hjartarson, aðjúnkt við lagadeild HÍ á mánudaginn n.k. þann 30. október kl. 18:30.
Síður