Fréttir

Article photo

Kennsluverðlaun Orators 2019

14. febrúar 2019
Ása Ólafsdóttir, prófessor, hlaut kennsluverðlaun Orators 2019.
Article photo

Hátíðarmálþing Orators 2019

14. febrúar 2019
Miðvikudaginn 13. febrúar var Hátíðarmálþing Orators haldið. Framsögumenn á málþinginu voru Heiðar Ásberg Atlason, lögmaður og einn af eigendum Logos lögmannsþjónustu, Brynhildur G. Flóvenz, dósent við Lagadeild HÍ og Súsanna Björg Fróðadóttir, lögfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum.
Article photo

Hátíðarmálþing Orators 2019

8. febrúar 2019
Orator, félag laganema við Háskóla Íslands, stendur fyrir hátíðarmálþingi miðvikudaginn 13. febrúar n.k. klukkan 12:00 í L101. Í lok málþingsins verða kennsluverðlaun Orators veitt. Veiting verðlaunanna og málþingið eru í tilefni af árlegum hátíðardegi laganema sem er 16. febrúar ár hvert. Heiðursgestur Orators í ár er Heiðar Ásberg Atlason, lögmaður og einn eigenda Logos lögmannsþjónustu. Það er ómögulegt að vita hversu margir þolendur mansals eru ár hvert en talið er að þeir skipta hundruðum þúsunda kvenna, barna og manna um allan heim. Birtingamyndir mansals eru margvíslegar og það getur því verið erfitt fyrir almenning að þekkja einkenni þess. Vinnuánauð og kynlífsþrælkun hafa færst í vöxt og eru gríðarlega arðbær glæpastarfsemi sem oft er stýrt af áhrifamiklum glæpasamtökum. Í 1. tölul. 1. mgr. 227. gr. alm. hgl. er að finna almennt ákvæði sem fjallar um mansal en það á rætur sínar að rekja til Palermó-samningsins. Ísland gerðist aðili að samningnum árið 2000 og er hann viðbót við samning Sameinuðu þjóðanna gegn fjölþjóðlegri, skipulagðri glæpastarfsemi. Tilgangur samningsins var að koma í veg fyrir, uppræta og refsa fyrir mansal, einkum kvenna og barna. Mansal er því miður raunveruleikinn á Íslandi og það er því mikilvægt að fjalla um málefnið, skapa umræðu og koma henni upp á yfirborðið. Framsögumenn eru: Heiðar Ásberg Atlason, lögmaður og einn eigenda Logos lögmannsþjónustu. Brynhildur G. Flóvenz, dósent við Lagadeild Háskóla Íslands. Súsana Björg Fróðadóttir, lögfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Fundarstjóri verður Fjölnir Daði Georgsson, funda- og menningarmálastjóri Orators. Við vonumst til að sjá sem flesta á málþinginu sem er að sjálfsögðu opið öllum. Að málþinginu og afhendingu kennsluverðlaunanna loknu verða léttar veitingar í boði. Lex lögmannsstofa er aðalstyrktaraðili fræðastarfs Orators. Funda- og menningarmálanefnd Orators 2018-2019.
Article photo

Útgáfugleði Orators

30. janúar 2019
Orator í samstarfi við Ragnheiði Bragadóttur, prófessor, og Pál Sigurðsson, prófessor emeritus, stóðu fyrir útgáfugleði í Lögbergsdómi í dag í tilefni af bókaútgáfu Ragnheiðar og Páls. Ragnheiður gaf nýverið út bókina Nauðgun og önnur brot gegn kynfrelsi fólks. Bókin er afrakstur mikils rannsóknarstarfs Ragnheiðar á ákvæðum almennra hegningarlaga um kynferðisbrot, hinni refsiverðu háttsemi og refsingum fyrir brotin ásamt samanburði við norrænan rétt. Ásamt því að fara yfir efni bókarinnar fór Ragnheiður yfir námsferil sinn en hún nam við Háskólann í Kaupmannahöfn, Framhaldsnám í refsirétti, afbrotafræði og refsipólitík. Enn fremur rifjaði Ragnheiður upp sín fyrstu skref sem kennari í Lagadeildinni og skemmtilega sögu frá Grænlandi. Páll sigurðsson var prófessor við Lagadeildina frá 1973-2014 en hann gaf nýverið út bókina Lagaglæður : hugleiðingar um lög og lögfræði. Bókina má finna á eftirfarandi hlekki: https://rafhladan.is/handle/10802/16993 en einnig er hægt að panta prentað eintak af henni hjá Háskólaprenti. Páll fór yfir efni bókarinnar en í henni annars vegar er grein um Ármann Snævarr, prófessor og hæstaréttardómara, og hins vegar safn nokkurra greina, sem fjalla um lögfræðileg atriði og „óvenjuleg“ álitaefni frá sérstökum og að sumu leyti sérstæðum sjónarhóli. Páll, líkt og Ragnheiður, fór stuttlega yfir sinn langa og glæsta feril og rifjaði m.a. upp sín fyrstu skref eftir Lagadeildina, góða tíma á kennarastofunni í akademísku korterunum.
Article photo

Tilkynning

24. janúar 2019
Eins og fram kom í kvöldfréttum RÚV sl. þriðjudag vill Orator leiðrétta allan þann misskilning sem myndast hefur vegna auglýsingar sem Atvinnunefnd Orators sendi frá sér í tengslum við ólaunað starfsnám sem félagsálaráðuneytið bauð upp á. Í erindi BHM til félagsmálaráðuneytisins kemur eftirfarandi fram, „Í því tilviki sem hér um ræðir má ætla að fyrir mistök hafi m.a. verið auglýst eftir einstaklingi sem hefur lokið BA og MA gráðu í lögfræði.“ Það er rétt hjá BHM að um mistök var að ræða þegar auglýst var eftir starfsnema sem þegar hefði lokið námi, enda er sá einstaklingur ekki lengur nemi heldur kominn út á vinnumarkaðinn. Enn fremur var gerð krafa í auglýsingunni um að viðkomandi hefði getu til að vinna sjálfstætt en markmið starfsnáms er einmitt að nemendur fái þjálfun í að vinna lögfræðitengd störf undir eftirliti lögfræðings hjá stofnun eða fyrirtæki sbr 2. gr. reglna um námsvist nemenda í framhaldsámi við lagadeild Háskóla Íslands, samkvæmt 6. mgr. 93. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands. Starfsnám sem Orator hefur milligöngu um eru ýmist launuð eða ólaunuð. Eins og fram kemur í bréfi BHM eru mörkin milli starfsnáms og ólaunaðra starfa mjög óskýr og er því mikilvægt að auglýsingar Orators um ólaunað starfsnám séu skýrar og ótvíræðar. Ólaunuð starfsnám sem Orator hefur milligöngu um eru metin til eininga eins og 2. gr. reglna um námsvistir nemenda gera ráð fyrir.
Article photo

Afmælismálþing Orators

29. september 2018
Orator stendur fyrir afmælismálþingi miðvikudaginn 3. október næstkomandi klukkan 12:00 í Lögbergi, stofu L-101 í tilefni af 90 ára afmæli félagsins.
Article photo

Framtíðin lánasjóður nýr styrktaraðili atvinnunefndar Orators

20. september 2018
Það er stjórn Orators mikil ánægja að kynna nýtt fyrirkomulag á samstarfi Orators og Framtíðarinnar lánasjóðs, en Framtíðin er nú aðalstyrktaraðili atvinnunefndar Orators. Atvinnunefndin spilar gríðarlega mikilvægt hlutverk í starfi Orators en hún sér um að skipuleggja starfsnám fyrir laganema við Háskóla Íslands. Markmið nefndarinnar er að koma laganemum við lagadeild Háskóla Íslands í samband við stofnanir og lögfræðistofur varðandi lögfræðitengd störf og stuðla að því að þeir geti öðlast starfsreynslu með fram námi. Framkvæmdastýrur atvinnunefndarinnar skólaárið 2018-2019 eru þær Kamilla Kjerúlf og Kristín Una Pétursdóttir.
Article photo

Ný stjórn Orators

26. mars 2018
Ný stjórn Orators var kjörin þann 23. mars sl.
Article photo

Árshátíð: Íslandsbanki býður í fordrykk

9. febrúar 2018
Árshátíð Orators 2018 hefst með fordrykk í boði Íslandsbanka.
Article photo

Hátíðarmálþing Orators 2018

6. febrúar 2018
Orator stendur fyrir hátíðarmálþingi mánudaginn 12. febrúar næstkomandi klukkan 12:00 í Lögbergi, stofu L-101. Yfirskrift málþingsins er: „Ásýnd íslenskra dómstóla“.
Síður