Fréttir

Article photo

Framtíðin lánasjóður nýr styrktaraðili atvinnunefndar Orators

20. september 2018
Það er stjórn Orators mikil ánægja að kynna nýtt fyrirkomulag á samstarfi Orators og Framtíðarinnar lánasjóðs, en Framtíðin er nú aðalstyrktaraðili atvinnunefndar Orators. Atvinnunefndin spilar gríðarlega mikilvægt hlutverk í starfi Orators en hún sér um að skipuleggja starfsnám fyrir laganema við Háskóla Íslands. Markmið nefndarinnar er að koma laganemum við lagadeild Háskóla Íslands í samband við stofnanir og lögfræðistofur varðandi lögfræðitengd störf og stuðla að því að þeir geti öðlast starfsreynslu með fram námi. Framkvæmdastýrur atvinnunefndarinnar skólaárið 2018-2019 eru þær Kamilla Kjerúlf og Kristín Una Pétursdóttir.
Article photo

Ný stjórn Orators

26. mars 2018
Ný stjórn Orators var kjörin þann 23. mars sl.
Article photo

Árshátíð: Íslandsbanki býður í fordrykk

9. febrúar 2018
Árshátíð Orators 2018 hefst með fordrykk í boði Íslandsbanka.
Article photo

Hátíðarmálþing Orators 2018

6. febrúar 2018
Orator stendur fyrir hátíðarmálþingi mánudaginn 12. febrúar næstkomandi klukkan 12:00 í Lögbergi, stofu L-101. Yfirskrift málþingsins er: „Ásýnd íslenskra dómstóla“.
Article photo

Árshátíð Orators 2018

6. febrúar 2018
Þann 16. febrúar nk. verður Árshátíð Orators haldin venju samkvæmt. Hátíðin hefst þann 12. febrúar kl 12:00 með veitingu kennsluverðlauna og hátíðarmálþingi í L-101 þar sem umfjöllunarefnið mun snúa að ásýnd íslenskra dómstóla. Þann 16. febrúar kl 18:00 mun dagskráin svo halda áfram í Gamla bíó. Matseðill kvöldins er afar glæsilegur en í forrétt verður boðið uppá hægeldaðan lax í sojakaramellu og tígrisrækjur í tómatbasil. Í aðalrétt verður boðið uppá sætbasilkryddað lambafillet með sætum kartöflum og skógarsveppakremsósu. Í eftirrétt verður boðið uppá súkkulaðikonfektköku með karamellusósu og vanilluís.
Article photo

Kennsluverðlaun Orators 2018

31. janúar 2018
Skólaárið 2017-2018 hefur stjórn Orators ákveðið að veita kennsluverðlaun Orators í sjöunda skipti. Markmið með veitingu verðlaunanna er að heiðra þá kennara sem þykja hafa skarað fram úr í kennslu við lagadeild Háskóla Íslands en jafnframt að vera öðrum hvatning, bæði kennurum og nemendum, til að hafa áhrif á þróun og framfarir í kennslu deildarinnar.
Article photo

Leigurmarkaðsráðgjöf Orators í samstarfi við Almenna leigufélagið

9. nóvember 2017
Al­menna leigu­fé­lagið og Orator hafa tekið hönd­um sam­an og bjóða ein­stak­ling­um sem eru á leigu­markaði á Íslandi upp á ókeyp­is lög­fræðiráðgjöf, óháð því hvar þeir leigja.
Article photo

Kvikmyndakvöld með Arnaldi Hjartarsyni

26. október 2017
Funda- og menningarmálanefnd Orators efnir til kvikmyndakvölds í samstarfi við Arnald Hjartarson, aðjúnkt við lagadeild HÍ á mánudaginn n.k. þann 30. október kl. 18:30.
Article photo

Hátíðarmóttaka Úlfljóts

16. október 2017
Hátíðarmóttaka Úlfljóts fer fram föstudaginn 20. október næstkomandi. Í tilefni af því að Úlfljótur fagnar um þessar mundir 70 ára afmæli verður móttakan haldin í elsta húsi Reykjavíkur, Viðeyjarstofu í Viðey.
Article photo

Grái jakkinn og kokteill í Ölgerðinni

26. september 2017
Kæru laganemar. Þriðjudagur er runninn upp sem þýðir að skráning í kokteil hefst í hádeginu á morgun kl. 12:00.
Síður