Fréttir

Article photo

Yfirlýsing Orators vegna ákvörðunar lagadeildar að fella úr gildi 60 ECTS skiptinám.

30. nóvember 2019
Á deildarfundi lagadeildar Háskóla Íslands þann 26. nóvember síðastliðinn var tekin ákvörðun um að fella úr gildi heimild til 60 eininga skiptináms.
Article photo

Málþing Orators - Ný lög um kynrænt sjálfræði: áhrif og afleiðingar

24. október 2019
Miðvikudaginn 23.október fór fram málþing Orators og var yfirskriftin að þessu sinni "Ný lög um kynrænt sjálfræði: áhrif og afleiðingar." En lög um kyn­rænt sjálfræði fela í sér mik­il­væg­ar breyt­ing­ar á rétt­ar­stöðu hinseg­in fólks og með samþykkt lag­anna skip­ar Íslands sér í fremstu röð á alþjóðavísu.
Article photo

Skipan í nefndir og ráð Orators 2019

5. júní 2019
Á aukaaðalfundi Orators þann 3.apríl 2019 var kosið í eftirfarandi nefndir:
Article photo

Culpa Cup og Ohio ferð

7. maí 2019
Í haust fer alþjóðastarf Orators af stað en það byrjar á Norðurlandamóti laganema í knattspyrnu einnig þekkt sem Culpa Cup (eða Sakarbikarinn) sem haldið verður þann 16. - 18. ágúst.
Article photo

Framhaldsaðalfundur Orators 2019

27. mars 2019
Kæru laganemar, Framhaldsaðalfundur Orators verður haldinn miðvikudaginn 3. apríl nk. kl. 17:00 – 20:00 í stofu L-101. Á fundinum verður boðið uppá veitingar í fljótandi formi.
Article photo

Ný stjórn Orators 2019-2020

27. mars 2019
Ný stjórn Orators var kjörin s.l. föstudag, þann 22.mars.
Article photo

Kennsluverðlaun Orators 2019

14. febrúar 2019
Ása Ólafsdóttir, prófessor, hlaut kennsluverðlaun Orators 2019.
Article photo

Hátíðarmálþing Orators 2019

14. febrúar 2019
Miðvikudaginn 13. febrúar var Hátíðarmálþing Orators haldið. Framsögumenn á málþinginu voru Heiðar Ásberg Atlason, lögmaður og einn af eigendum Logos lögmannsþjónustu, Brynhildur G. Flóvenz, dósent við Lagadeild HÍ og Súsanna Björg Fróðadóttir, lögfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum.
Article photo

Hátíðarmálþing Orators 2019

8. febrúar 2019
Orator, félag laganema við Háskóla Íslands, stendur fyrir hátíðarmálþingi miðvikudaginn 13. febrúar n.k. klukkan 12:00 í L101. Í lok málþingsins verða kennsluverðlaun Orators veitt. Veiting verðlaunanna og málþingið eru í tilefni af árlegum hátíðardegi laganema sem er 16. febrúar ár hvert. Heiðursgestur Orators í ár er Heiðar Ásberg Atlason, lögmaður og einn eigenda Logos lögmannsþjónustu. Það er ómögulegt að vita hversu margir þolendur mansals eru ár hvert en talið er að þeir skipta hundruðum þúsunda kvenna, barna og manna um allan heim. Birtingamyndir mansals eru margvíslegar og það getur því verið erfitt fyrir almenning að þekkja einkenni þess. Vinnuánauð og kynlífsþrælkun hafa færst í vöxt og eru gríðarlega arðbær glæpastarfsemi sem oft er stýrt af áhrifamiklum glæpasamtökum. Í 1. tölul. 1. mgr. 227. gr. alm. hgl. er að finna almennt ákvæði sem fjallar um mansal en það á rætur sínar að rekja til Palermó-samningsins. Ísland gerðist aðili að samningnum árið 2000 og er hann viðbót við samning Sameinuðu þjóðanna gegn fjölþjóðlegri, skipulagðri glæpastarfsemi. Tilgangur samningsins var að koma í veg fyrir, uppræta og refsa fyrir mansal, einkum kvenna og barna. Mansal er því miður raunveruleikinn á Íslandi og það er því mikilvægt að fjalla um málefnið, skapa umræðu og koma henni upp á yfirborðið. Framsögumenn eru: Heiðar Ásberg Atlason, lögmaður og einn eigenda Logos lögmannsþjónustu. Brynhildur G. Flóvenz, dósent við Lagadeild Háskóla Íslands. Súsana Björg Fróðadóttir, lögfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Fundarstjóri verður Fjölnir Daði Georgsson, funda- og menningarmálastjóri Orators. Við vonumst til að sjá sem flesta á málþinginu sem er að sjálfsögðu opið öllum. Að málþinginu og afhendingu kennsluverðlaunanna loknu verða léttar veitingar í boði. Lex lögmannsstofa er aðalstyrktaraðili fræðastarfs Orators. Funda- og menningarmálanefnd Orators 2018-2019.
Article photo

Útgáfugleði Orators

30. janúar 2019
Orator í samstarfi við Ragnheiði Bragadóttur, prófessor, og Pál Sigurðsson, prófessor emeritus, stóðu fyrir útgáfugleði í Lögbergsdómi í dag í tilefni af bókaútgáfu Ragnheiðar og Páls. Ragnheiður gaf nýverið út bókina Nauðgun og önnur brot gegn kynfrelsi fólks. Bókin er afrakstur mikils rannsóknarstarfs Ragnheiðar á ákvæðum almennra hegningarlaga um kynferðisbrot, hinni refsiverðu háttsemi og refsingum fyrir brotin ásamt samanburði við norrænan rétt. Ásamt því að fara yfir efni bókarinnar fór Ragnheiður yfir námsferil sinn en hún nam við Háskólann í Kaupmannahöfn, Framhaldsnám í refsirétti, afbrotafræði og refsipólitík. Enn fremur rifjaði Ragnheiður upp sín fyrstu skref sem kennari í Lagadeildinni og skemmtilega sögu frá Grænlandi. Páll sigurðsson var prófessor við Lagadeildina frá 1973-2014 en hann gaf nýverið út bókina Lagaglæður : hugleiðingar um lög og lögfræði. Bókina má finna á eftirfarandi hlekki: https://rafhladan.is/handle/10802/16993 en einnig er hægt að panta prentað eintak af henni hjá Háskólaprenti. Páll fór yfir efni bókarinnar en í henni annars vegar er grein um Ármann Snævarr, prófessor og hæstaréttardómara, og hins vegar safn nokkurra greina, sem fjalla um lögfræðileg atriði og „óvenjuleg“ álitaefni frá sérstökum og að sumu leyti sérstæðum sjónarhóli. Páll, líkt og Ragnheiður, fór stuttlega yfir sinn langa og glæsta feril og rifjaði m.a. upp sín fyrstu skref eftir Lagadeildina, góða tíma á kennarastofunni í akademísku korterunum.
Síður