Ný heimasíða Orators

Kæru laganemar

Eftir blóð, svita og tár hefur ný heimasíða Orators litið dagsins ljós og viljum við í stjórn Orators endilega deila með ykkur nokkrum praktískum atriðum.

Nú munu félagsmenn Orators eiga auðveldara með að skoða fréttir, viðburði og aðrar upplýsingar um starfsemi félagsins.

Það sem við viljum helst miðla til ykkar er hvernig nýskráning inn á síðuna fer fram.

1. Þú þarft ekki að vera meðlimur Orator til að geta nýskráð þig. Það eina sem þarf að gera er að skrá sig inn með HÍ netfanginu sínu og velja lykilorð.

2. Þegar þú hefur nýskráð þig inn á síðuna munum við í stjórn Orators skoða hvort þú hefur greitt félagsgjöldin. Hafi það verið gert munum við merkja við þig þannig að þú hefur þá möguleika að skrá þig á viðburði og kokteila og njóta alls góðs af starfi Orators.

3. Ef þú hefur ekki greitt félagsgjöldin hefur þú ekki möguleika á að skrá þig á framangreinda viðburði.

4. Þetta er einfalt, þið skráið ykkur inn á síðuna, greiðið félagsgjöldin og njótið alls þess sem Orator hefur upp á að bjóða. 

 

Bestu kveðjur, 

Stjórn Orators

Article photo