Málfutningskeppni Orators 2020!

Málflutningskeppni Orators var haldin í Hæstarétti fimmtudaginn 27.febrúar. 


Þar kepptu tvö sterk lið í málflutningi voru tvær viðureignir þeirra á milli. Keppnina dæmdu þrír Hæstaréttardómarar og tveir löglærðir fulltrúar. Dómarar voru Benedikt Bogason, Ingveldur Einarsdóttir, Ólafur Börkur Þorvaldsson, Ari Karlsson og Kristín Benediktsdóttir. 

Bæði lið stóðu sig með stakri prýði en sigurlið keppninar voru þau Brynja Liv Bragadóttir, Ísak Björgvin Gylfason Kristín Anna Arnalds, Kamilla Kjerúlf, Marlena Piekarska og Kristín Anna Arnalds. Ísak Björgvin Gylfason var útnefndur Málflutningsmaður Orators eftir glæsilegan málflutning. 

Liðin nutu aðstoðar lögmanna frá Lex lögmannsstofu og Rétti lögmannsstofu og þökkum við þeiim kærlega fyrir veitta aðstoð. Eins vill nefndin koma sérstökum þökkum á framfæri til Ara Karlssonar og Kristínar Benediktsdóttur sem sáu um utanumhald keppninnar ásamt funda- og menningarmálastjóra Orators. 

Keppnin heppnaðist mjög vel og Orator þakkar keppendum og dómurum kærlega fyrir þáttökuna. 

 

 

 

Article photo