Leigurmarkaðsráðgjöf Orators í samstarfi við Almenna leigufélagið

Al­menna leigu­fé­lagið og Orator hafa tekið hönd­um sam­an og bjóða ein­stak­ling­um sem eru á leigu­markaði á Íslandi upp á ókeyp­is lög­fræðiráðgjöf, óháð því hvar þeir leigja.

Þjón­ust­an verður í boði á þriðju­dög­um í vet­ur milli kl. 18:00 og 20:00 og geta leigj­end­ur hringt í síma 519-1770 þar sem laga­nem­ar svara spurn­ing­um sem snúa að rétt­ind­um leigu­taka og skyld­um leigu­sala, und­ir hand­leiðslu lög­fræðings.

Samhliða opnum ráðgjafarsímans mun Almenna leigufélagið opna nýjan undirvef á heimasíðu sinni, www.al.is, þar sem leigj­end­ur geti fræðst um þau lög og regl­ur sem gildi um leigu á íbúðar­hús­næði, og leitað svara við al­geng­um spurn­ing­um. Íslenska út­gáf­an fer í loftið í dag en inn­an fárra vikna bæt­ast við þýðing­ar á ensku og pólsku, sem þegar eru í vinnslu.

Við erum gríðarlega stolt af þessu verkefni sem mun koma leigjendum til góðs og auk þess veita laganemum reynslu að takast á við raunveruleg lagaleg álitamál.

 

Article photo