Lagabreytingartillögur

ORATOR

Tillögur að lagabreytingum 2017

Tillögur frá Lagaráði

Frumvarp til laga
um breytingu á lögum og fundarsköpum Orator,

Flm.: Egill Daði Axelsson, Guðmundur Snæbjörnsson og Kristín Edda Frímannsdóttir,

(Lagt fyr­ir á 89. starfsári Orators, félags laganema við Háskóla Íslands)

1. gr.

Lagt er til að 1. mgr.  18. gr. laganna hljóði á þessa leið:

Stjórnin er kjörin til eins árs í senn. Allir stjórnarmenn skulu kosnir sérstaklega: formaður, varaformaður, ritstjóri Úlfljóts, alþjóðaritari, funda- og menningarmálastjóri, skemmtanastjóri og gjaldkeri. Stjórn félagsins skipar nefndir á vegum þess.

17. gr. Stjórn félagsins skipa sjö laganemar við Háskóla Íslands: Formaður, varaformaður, ritstjóri Úlfljóts, alþjóðaritari, funda- og menningarmálastjóri, skemmtanastjóri og gjaldkeri.

2. gr

Lagt er til að12. liður 12. gr. laganna hljóði á þessa leið:

Stjórn Orators skipar ritnefnd Úlfljóts að tillögu ritstjóra Úlfljóts. Í henni skulu sitja að hámarki 5 laganemar. Skulu nefndarstörfin auglýst laus til umsóknar.

3. gr.

Lagt er til að endurorða 33. gr. laganna á þessa leið

Ritnefnd Úlfljóts, sem skipuð er af stjórn Orators, hefur auk ritstjóra með hendi ritstjórn Úlfljóts. Ritnefndin skal vera ritstjóra til aðstoðar og ráðuneytis um öll mál er varða blaðið. Ritstjóri er formaður ritstjórnar. 

Greinargerð

Á aðalfundi Orators 2016 var skipað í lagaráð Orators. Hart var barist um stöðu innan þeirrar nefndar og komust ekki allir að sem vildu. Fundað var með mánaðarlegu millibili um sumartímann og vikulega frá því í janúar. Þær breytingar sem hér koma fram eru flestar að tilskipan hagsmunaaðila og annarra sem komið hafa á fund eða veraldarvefsspjall (e. facebook-chat) við ráðið.

Breytingarnar eru flestar sjálfstæðar hvor frá annarri og því ekki um heildrænt yfirlit að ræða. Upphaflega voru samin ný lög til handa Orator, en eftir að Orator-Mágus dagurinn fell niður, þá féllu þær breytingartillögur einnig í valinn. Því verða almennar athugasemdir þvi ekki lengri að sinni.  Vísast til umfjöllunar um hverja grein þess í stað. 

Um 1. gr.

Lengi hefur í hávegum verið höfð fagurfræði innan lagadeildar ( e. The beauty of law) og var vanþörf á slíku í 18. gr. félagsins þar sme sú upptalning sem kemur þar fram er ekki í söm röð og aðrar breytingar. til þess að vinna á því bug, þá hefur hér verið endurraðað, og er þá sama röðun í 17. gr. og 18.gr. á tilsettum embættum. Gjaldkeri verður aftast í röðunni, því hluterk hans er veigamest, og ekkert er hægt án peninga, líkt og setning er ekki setning án punkts. 

Um 2. gr.

Hér er lögð fram grundvallarbreyting á því skipað er í ritstjórn Úlfljóts. Á síðasta starfsári félagsins voru 5 aðilar kosnir í stjórn á aðalfundi. Þó þeir hafi staðið sig vel, þá er spurn hvort fremur ætti að fylgja því fyrirkomulagi sem er á nefndarströfum fundar- og menningarmálanefndar. Þar sem aðilar bjóða sig fram í nefndina, og ráðið út í hana af hæfnissjónarmiðum.

Ritstjórn Úlfjóts sinnir mikilvægu fræðastarfi innan Háskóla Íslands, og er blaðið Úlfljótur af mörgum talinn vera gimsteinninn í kórónu HÍ. Í það starf þurfa því að raðast hæfir aðilar, en hógværir fræðimenn og fræðakonur eru oft hlédræg í félagsstörfum og því ólíkleg til þess að hafa sig í frammi á opnum fundi. Einnig er hætta á smölun á kjörfund ef farið er leið hins beina lýðræðis við val í þessa faglegu nefnd.

Um 3. gr.

Hér er einungis um að ræða samræmingu við þær breytingar sem boðaðar eru í 2. gr.

Article photo