Kennsluverðlaun Orators fyrir skólaárið 2022-2023 voru afhend í lok hátíðarmálþings Orators þann 1. mars sl.

Þetta er í tólfta sinn sem kennsluverðlaunin eru veitt og er markmið þeirra að heiðra þá kennara sem þykja hafa skarað fram úr í kennslu við lagadeild Háskóla Íslands en auk þess að vera kennurum og nemendum hvatning til þess að hafa áhrif á þróun og framfarir við kennslu deildarinnar.

Stjón Orators óskaði eftir tilnefningum og bárust þær nokkuð margar. Að þessu sinni var það Eyvindur G. Gunnarsson, prófessor, sem skaraði fram úr. Einkennandi fyrir hann er þolinmæði, kímnigáfa og hvatning í garð nemenda til gagnrýninnar hugsunar.

Ljóst er að Eyvindur er án vafa vel að þessum verðlaunum kominn og óskar stjórn Orators honum innilega til hamingju!