Kennsluverðlaun Orators 2020

Stjórn Orators ákvað að veita kennsluverðlaun í ár og er það í níunda skiptið sem þau eru veitt. Kennsluverðlaunin í ár hlaut Hafsteinn Þór Hauksson, dósent. 

Markmiðið með veitingu verðlaunanna er að heiðra þann kennara sem þykir hafa skarað fram úr í kennslu við lagadeild Háskóla Íslands en jafnframt að vera öðrum hvatning, bæði kennurum og nemendum, til að hafa áhrif á þróun og framfarir í kennslu deildarinnar. 

Stjórn Orators óskaði eftir tilnefningum frá nemendum og bárust þó nokkuð margar. Nokkrir kennarar voru tilnefndir og var valið ekki auðvelt. Hafsteinn Þór hefur hlotið mikla ánægju meðal nemenda m.a. fyrir framsæknar kennsluaðferðir í Almennri lögfræði og fjölbreyttar kennsluaðferðir. 

Orator óskar Hafsteinni innilega til hamingju með verðlaunin!

Article photo