Hátíðarmálþing Úlfljóts

Miðvikudaginn 10. nóvember síðastliðinn fór árlegt hátíðarmálþing Úlfljóts fram í Lögbergi. Þar var fjallað um meðferð kynferðisbrotamála í refsivörslukerfinu og hvort breytinga væri þar þörf. Fyrstu framsöguna flutti Ragnheiður Bragadóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, en hún bar heitið „Hugleiðingar um afbrotið nauðgun og meðferð þess í réttarkerfinu -frá sjónarhorni norrænna fræðimanna“. Því næst flutti Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sviðsstjóri ákærusviðs lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og staðgengill lögreglustjóra, erindi um breytingar sem hafa verið gerðar hjá lögreglu hvað varðar meðferð kynferðisbrota og svo hvað væri á döfinni í þeim efnum. Þá fjallaði Kristrún Elsa Harðardóttir, lögmaður hjá Lögfræðistofu Selfoss, um meðferð kynferðisbrotamála frá sjónarhorni verjanda og réttargæslumanns. Úlfljótur þakkar þeim kærlega fyrir fróðleg erindi.

Article photo