Hátíðarmálþing Orators

Miðvikudaginn 12. febrúar var Hátíðarmálþing Orators haldið í tilefni af árshátíð laganema og 100 ára afmæli Hæstaréttar. 

Yfirskrift málþingsins var stytting málsmeðferðar í málum hælisleitenda.  Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir dóms­málaráðherra greindi frá því að hún myndi á næst­unni kynna í rík­is­stjórn áform um að stytta há­marks­tíma málsmeðferðar úr 18 mánuðum í 16 mánuði í þeim mál­um hæl­is­leit­enda þar sem börn eiga í hlut.
Fjallað var um regluverk í kringum umsækjendur um alþjóðlega vernd og möguleg áhrif lagabreytingar á málsmeðferðina.

Framsögumenn málþingsins voru, Guðríður Lára Þrastardóttir frá Hjálpar- og mannúðarsvið Rauða Krossins og teymisstjóri í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd.  Íris Kristinsdóttir, verkefnastjóri hjá Útlendingastofnun og Haukur Guðmundsson, ráðuneytisstjóri Dómsmálaráðuneytisins.


Fundarstjóri fundarins var Katrín Ósk Ásgeirsdóttir, funda- og menningarmálastjóri Orators.

Orator þakkar Guðríði, Írisi og Hauki kærlega fyrir áhugaverð erindi og þátttökuna í Hátíðarmálþinginu.


Article photo