Framtíðin lánasjóður nýr styrktaraðili atvinnunefndar Orators

Það er stjórn Orators mikil ánægja að kynna nýtt fyrirkomulag á samstarfi Orators og Framtíðarinnar lánasjóðs, en Framtíðin er nú aðalstyrktaraðili atvinnunefndar Orators.

Atvinnunefndin spilar gríðarlega mikilvægt hlutverk í starfi Orators en hún sér um að skipuleggja starfsnám fyrir laganema við Háskóla Íslands.  Markmið nefndarinnar er að koma laganemum við lagadeild Háskóla Íslands í samband við stofnanir og lögfræðistofur varðandi lögfræðitengd störf og stuðla að því að þeir geti öðlast starfsreynslu með fram námi. Framkvæmdastýrur atvinnunefndarinnar skólaárið 2018-2019 eru þær Kamilla Kjerúlf og Kristín Una Pétursdóttir.

Stjórn Orators hlakkar mikið til samstarfsins við Framtíðina á komandi skólaári!

Article photo