Árshátíð Orators 2018

Þann 16. febrúar nk. verður Árshátíð Orators haldin venju samkvæmt. Hátíðin hefst þann 12. febrúar kl 12:00 með veitingu kennsluverðlauna og hátíðarmálþingi í L-101 þar sem umfjöllunarefnið mun snúa að ásýnd íslenskra dómstóla. Þann 16. febrúar kl 18:00 mun dagskráin svo halda áfram í Gamla bíó.

Matseðill kvöldins er afar glæsilegur en í forrétt verður boðið uppá hægeldaðan lax í sojakaramellu og tígrisrækjur í tómatbasil. Í aðalrétt verður boðið uppá sætbasilkryddað lambafillet með sætum kartöflum og skógarsveppakremsósu. Í eftirrétt verður boðið uppá súkkulaðikonfektköku með karamellusósu og vanilluís.

Dagskrá kvöldins hefst formlega kl. 19:00 með ávarpi skemmtanastjóra. Í kjölfarið flytur formaður Orators ávarp og einnig heiðursgestur, Oddný Mjöll Arnardóttir. Því næst flytur Kristín Edwald minni Grágásar og kandídatar fá afhent heiðursskjöl ásamt því sem flutt verður ávarp norrænna laganema. Að lokum verður svo dansleikur undir lifandi tónlist, en skemmtikraftar kvöldsins eru Valdimar og hljómsveitin Bandmenn.

Miðasala hefst þann 8. febrúar og heldur hún áfram þangað til miðar hafa selst upp. Seldir verða miðar á eftirfarandi tímum:

Fimmtudaginn 8. febrúar
Lögberg 9-14
Háskólatorg 9-14

Föstudaginn 9. febrúar
Skrifstofa Orators á 2. hæð í Lögbergi kl. 9-14

Miðaverð fyrir meðlimi Orators er 7.990 kr. sé greitt með KASS appinu, miðaverð fyrir meðlimi er 8.290 kr. sé greitt með greiðslukorti og miðaverð fyrir aðra er 9.990 kr.

Þeim kandídötum sem stefnt hefur verið til móttöku heiðursskjala eru vinsamlega beðnir um að staðfesta komu sína með tölvupósti á orator@hi.is eigi síðar en 7. febrúar. Mikilvægt er að þeir kandídatar sem hafa boðað komu sína hafi í huga, að gert er ráð fyrir þvi að þeir eins og aðrir mæti í miðasölu fyrir miðakaup, en ef viðkomandi kemst ekki að kaupa miða má hann fá annan nemanda til þess að kaupa miða fyrir sig. 

Ef einhverjar spurningar vakna varðandi miðasölu eða annað, ekki hika við að hafa samband við okkur í gegnum orator@hi.is og við reynum að svara eftir bestu getu.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Article photo