Afmælismálþing Orators

Orator, félag laganema við Háskóla Íslands, stendur fyrir málþingi miðvikudaginn 3. október klukkan 12:00 í stofu L-101 í Lögbergi, Háskóla Íslands.

Um er að ræða fyrsta málþing vetrarins, sem er jafnframt afmælismálþing í tilefni af 90 ára afmæli Orators í haust.

Upphaflegur tilgangur með stofnun Orators var að þjálfa félagsmenn í ræðumennsku og á upphafsárunum héldu félagsmenn erindi á málþingum og tóku þátt í umræðum um hin ýmsu mál. Í tilefni af 90 ára afmæli Orators verður horfið aftur til þeirrar framkvæmdar og fá þá laganemar tækifæri til að halda erindi.

Eftirfarandi verða með erindi á málþinginu:
Ingibjörg Ruth Gulin, sérfræðingur hjá Velferðarráðuneytinu, mun fjalla um meistararitgerð sína: „Kynbundið ofbeldi í nánum samböndum: Þróun íslensks réttar í ljósi femínískra lagakenninga“

Sigmar Aron Ómarsson mun fjalla um BA-ritgerð sína: „Lagahugtakið á þjóðveldisöld. Viðhorf til laga og lagasetningar í íslenska þjóðveldinu“


Hersir Aron Ólafsson, fréttamaður í Kvöldfréttum Stöðvar 2, mun fjalla um starf sitt hjá Stöð 2 og tengsl þess við lögfræðina.

Málþingið verður í beinni útsendingu á Facebook síðu Orators. Að framsögum loknum verður opnað fyrir spurningar úr sal og af Twitter sem berast undir myllumerkinu #orator18.

Fundarstjóri verður Fjölnir Daði Georgsson, funda- og menningamálastjóri Orators.

Málþingið hefst klukkan 12:00 og verður kaka í boði að málþingi loknu.

Við vonumst til að sjá sem flesta á málþinginu sem er að sjálfsögðu opið öllum sem heyra vilja.

LEX lögmannsstofa er aðalstyrktaraðili fræðastarfs Orators.

Article photo