Aðalfundur Orators 2020

Sælir kæru laganemar.
 
Stjórn Orators vekur athygli á því að aðalfundur félagsins fer fram fimmtudaginn 12. mars í Lögbergi, nánar tiltekið stofu L-101 kl. 18:00. 
Eftir fyrstu fjóra liði dagskrár verður fundi frestað og síðan tekin upp föstudaginn 13. mars þar sem haldið verður áfram með dagskránna. Sá fundur verður haldinn í veislusal Hauka á Ásvöllum, opnar hús kl. 19:30 og fundur hefst kl. 20:00.
 
Einnig er athygli vakin á því að atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fer fram í Lögbergsdómi frá 12:00-13:25 föstudaginn 13. mars.
 
Hér má sjá dagskrá fundarins:

1. Skýrsla stjórnar.

2. Stjórnin leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins.

3. Umræður um skýrslur og reikninga.

4. Lagabreytingar

5. Kosning stjórnar fyrir næsta starfsár.

6. Hin nýkjörna stjórn tekur formlega við völdum og vottar GRÁGÁS virðingu sína.

7. Kappdrykkja öls milli fráfarandi stjórnar og nýkjörinnar stjórnar.

8. Drengja- og stúlknakór.

9. Kosning ferðamálráðs.

10. Kosning fulltrúa og varafulltrúa á deildarfundi lagadeildar, skulu þeir kosnir til tveggja ára. Fjöldi deildarfulltrúa skal fara eftir reglum Háskóla Íslands. Varaformaður félagsins er sjálfkjörinn deildarfundarfulltrúi til eins árs.

11. Kosning eins fulltrúa í náms- og kennslunefnd og annan til vara, til tveggja ára í senn. Varaformaður félagsins er sjálfkjörinn í náms- og kennslunefnd til eins árs.

12. [...]

13. Kosning ritstjóra GRÍMS GEITSKÓS.

14. Kosning ritstjóra Margmiðlunarnefndar.

15. Kjör tveggja skoðunarmanna. Hvorki mega þeir eiga sæti né hafa átt sæti í stjórn Orators eða vera, eða hafa verið, framkvæmdastjórar Úlfljóts. Skoðunarmenn skulu ráðfæra sig við gjaldkera stjórnar fyrri árs.

16. Kosning þriggja laganema í Lagaráð Orators, sbr. 15. gr.

17. Önnur mál.

 

Einnig vekjum við athygli félagsmanna á 13. gr. laga Orators sem varðar lagabreytingar:

13. gr. Lögum félagsins verður aðeins breytt á aðalfundi félagsins. Tillögum til lagabreytinga skal skilað til stjórnar félagsins eigi síðar en tveimur dögum fyrir aðalfund og þær auglýstar skv. 4. málsl. 1. mgr. 11. gr. Nái tillaga til lagabreytinga samþykki 2/3 hluta fundarmanna, fær hún gildi þá þegar. Tillögur til breytinga á lögum verða ekki teknar til meðferðar nema fjórðungur félagsmanna hið fæsta sé viðstaddur.

 

Kær kveðja, 

Stjórn Orators 2019-2020

Article photo