Upprifjunarnámskeið Orators
Upprifjunarnámskeið Orators eru námskeið sem haldin eru stuttu fyrir próf af laganemum og lögfræðingum sem hafa nýlega lokið námskeiðunum sjálfir. Allir kennarar okkar hafa staðið sig vel í námskeiðinu sem þeir kenna og hafa margir þeirra einnig kennt umræðutíma í því. Orator heldur upprifjunarnámskeið í öllum námskeiðum BA-námsins. Námskeiðin hafa það að markmiði að undirbúa nemendur undir prófin en fyrirkomulagið verður í formi fyrirlestra og yfirferðar á gömlum prófum.
Námskeiðin standa að jafnaði yfir í tvo daga og fimm tíma í senn.
Skráning í námskeiðin fer fram með því að senda tölvupóst á orator@hi.is og hefst þegar viðkomandi námskeið hefur verið auglýst. Kröfur munu birtast á heimabanka viðkomandi með eindaga eftir áramót eða eftir fyrstu útborgun á vorin.
Ágóði námskeiða fer í kennara- og kennslustofukostnað en allt umfram það til Orator, þ.e. beint aftur í félagslífið!
Fésbókarsíðu upprifjunarnámskeiðanna er að finna hér.