Skjalagerðarnámskeið Orators í samstarfi við LEX

Event photo
15 sæti laus
Leyfðir í skráningu:
4. ár
5. ár
3. ár

Þann 31. mars mun Orator í samstarfi við LEX lögmannsstofu bjóða upp á skjalagerðarnámskeið fyrir nemendur á 4. og 5. ári.  Námskeiðið verður haldið kl. 15-18 á LEX í Borgartúni 26. Námskeiðið er tvíþætt annars vegar skjalagerð og hins vegar aðila og skýrslutökur fyrir dómi.

Kennari á námskeiðinu verður Kristín Edwald hæstaréttarlögmaður, einn af eigendum LEX og formaður Orators emeritus. Kristín hefur um árabil kennt á námskeiði til öflunar málflutningsréttinda fyrir héraðsdómi. Skráning hefst 22. mars. kl. 12. 

Skráning fer fram á Orator.is þriðjudaginn 22. mars kl. 12:00.  Við viljum vekja sérstaka athygli á því að einungis eru 16 sæti í boði á námskeiðið.

Við í stjórn Orators mjög stolt af því að geta boðið laganemum upp á skjalagerðarnámskeið í ár í samstarfi við LEX lögmannsstofu en LEX er einnig aðalstyrktaraðili fræðastarfs Orators.

Skráðu þig inn til að vera með! 🎉