Ohio ferð 2019

Event photo
Leyfðir í skráningu:
3. ár
3. ár

Félagar okkar í Ohio Northern University hafa boðið okkur að koma í heimsókn til sín dagana 13. - 20. október. 

Orator hefur verið í samstarfi við Ohio Northern University (ONU) í Ada, Ohio-fylki síðan Ármann Snævarr og fleiri komu samstarfinu á fór fyrir um hálfri öld síðan. Það má með sanni segja að þetta sé orðin rótgróin hefð. Þetta er gríðarlega skemmtilegt tækifæri fyrir meðlimi Orators til að kynna sér skólann og upplifa bandaríska háskólamenningu. 

Hefð hefur verið fyrir því að stoppa á leiðinni í Washington D.C. í nokkra daga. Undanfarin ár hefur verið farið í heimsókn í Hæstarétt Bandaríkjanna og í íslenska sendiráðið svo eitthvað sé nefnt. Þetta er að sjálfsögðu ekki skylda en hefur þótt virkilega skemmtileg viðbót við ferðina.

Ég hvet alla sem gætu haft áhuga á því að fara að hafa þetta í huga og að hafa endilega samband ef einhverjar spurningar vakna. Það er svo sannarlega ekki slæm hugmynd að taka sér lestrarpásu í the U, S and A áður en törninn byrjar fyrir alvöru.

Skráningarfresturinn í ferðina er til og með 27. Ágúst næstkomandi.

Umsóknir skulu berast á netfangið era17@hi.is þar sem taka skal fram fullt nafn, kennitölu, námsár, símanúmer, nefndarreynslu eða önnur störf í þágu Orators og sérstakar óskir eða ofnæmi, ef við á. Úthlutað verður eftir svokölluðu punktakerfi Orators, sbr. 43. gr. laga Orators.

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

This fall ONU has invited us to visit from 13.- 20. october.

Orator has been in collaboration with Ohio Northern University (ONU) in Ada, Ohio state for almost half a decade. We can truly state that this has become an established tradition. This is a great opportunity for members of Orator to get to know this University and to experience the "uni-culture" in USA.

Usually we have made a stop in Washington D.C for a few days. The recent years the group has visited the Supreme Court of the United States and to the icelandic embassy to mention a few things. This is of course not mandatory but has been thought to be really fun and very interesting.

I encourage everyone who might have interest in going to keep this in mind and don't be afraid to contact me if you have any questions. It is certainly not bad to take a good study break in the U S and A before the study session starts for real.

The last sign-up day is the 27th of August. 

Please contact the International Secretary at era17@hi.is if you are interested in travelling to Ohio. The mail should include full name, social security number (kennitala), phone number and special requests or allergies, if applicable.

 

Það er ekki netskráning á þennan viðburð, hafðu samband við stjórn fyrir frekari upplýsingar. 🎉