Árshátíð Orators 2022

Event photo
Leyfðir í skráningu:
1. ár
2. ár
4. ár
5. ár
3. ár
Kæru laganemar,
Hátíðin sem allir hafa beðið eftir er rétt handan við hornið!
Árshátíð Orators verður haldin hátíðleg á föstudegi í ár, þann 25. mars.
Árshátíðin verður haldin í Gamla bíói og hefjast hátíðarhöldin klukkan 18.00 þar sem píanóleikarinn Þórbergur Bollason mun taka á móti okkur með ljúfum tónum. Boðið verður upp á fordrykk.
 
Matseðill kvöldins er eftirfarandi;
Forréttur: Létt reykt bleikja og grillað humarsalat með brúnuðu blómkáli, dilli, grænu epli og kremaðri humarsósu
Aðalréttur: Grilluð 14 daga hangin nautalund með nautakinn, jarðskokkum, kartöflumús og borderlaise sósu
Eftirréttur: Karamellukaka og hvítsúkkulaði mús með hindberjum, karamellu og sýrðum rjómaís
 
Einnig verður í boði matseðill fyrir grænkera;
Forréttur: Rauðrófu carpaccio og gljáðir jarðskokkar. Aðalréttur: Grilluð Seljurótar & hnetusteik með steiktum villisveppum, seljurótarmauki, freyðandi jurtasósu og laukgljáa. Eftirréttur: Vegan súkkulagðimús með hindberjum, hindberja sorbet og hafra mullinger.
 
Veislustjóri kvöldsins er enginn annar en Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi. Friðrik Dór og Inspector Spacetime koma og halda uppi stuðinu. Seinna um kvöldið mæta Bjartar Sveiflur og taka okkar uppáhalds sígildu lög.
 
Heiðursgestur árshátíðarinnar er Benedikt Bogason, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og forseti Hæstaréttar.
 
Dagskrá kvöldsins er eftirfarandi:
Húsið opnar kl 18:00 við undirleik Þórbergs Bollasonar píanóleikara
Borðhald hefst kl. 19:00
Ávarp skemmtanastjóra
Ávarp formanns
Ávarp heiðursgests
Minni Grágásar
Afhending heiðursskjala
Dansleikur
Húsið lokar síðan kl. 01:00
 
Miðasala hefst á miðvikudaginn 16. mars og mælum við með því að allir næli sér í miða tímanlega.
Miðasalan fer fram á 1. hæð í Lögbergi fyrir utan L-102 og verður aðgengileg á þessum tímum:
Miðvikudaginn 16. mars kl. 13-15
Fimmtudaginn 17. mars kl. 13-15
___________________________________________________________
Miðaverð fyrir meðlimi Orators er 9.500 kr.
Miðaverð fyrir aðra er 11.900 kr. og eru makar hjartanlega velkomnir.
Hlökkum til að fagna með ykkur föstudaginnn 25. mars!
Árshátíðarnefnd Orators
Það er ekki netskráning á þennan viðburð, hafðu samband við stjórn fyrir frekari upplýsingar. 🎉