Málþing Orators - Hvenær mega fyrirtæki á sama markaði eiga samstarf?

Þann 27. október síðastliðinn hélt Orator málþing undir skriftinni ,,Hvenær mega fyrirtæki á sama markaði eiga samstarf?”, þar sem máls tóku Halldór Brynjar Halldórsson hæstaréttarlögmaður og eigandi hjá LOGOS, Eva Ómarsdóttir, lögfræðingur og verkefnastjóri hjá Samkeppniseftirlitinu og Jóna Björk Helgadóttir, hæstaréttarlögmaður og eigandi hjá Landslögum.

 

Halldór Brynjar fór yfir sjónarmið lögmanna þegar þessari spurningu er varpað fram, þ.e.a.s. sjálfsmat fyrirtækja og meðal annars hvort samstarf brjóti gegn 10. gr. samkeppnislaga og hvernig skilyrði 15. gr. geta verið uppfyllt.

 

Næst tók til máls Eva Ómarsdóttir fyrir hönd Samkeppniseftirlitsins þar sem hún fjallaði um beitingu 15. gr. samkeppnislaga sem fjallar um undantekningu frá banni við samráði fyrirtækja. Fór hún yfir sjálfsmatskerfi Samkeppniseftirlitsins og leiðbeiningar 15. gr. samkeppnislaga sem er að vinna á vef Samkeppniseftirlitsins, en þær taka mið af sambærilegum leiðbeiningum sem gefnar hafa verið út af ESA.

 

Loks tók til máls Jóna Björk Helgadóttir, hæstaréttarlögmaður, og fór hún sömuleiðis yfir leiðbeiningarreglur Samkeppnislaga og sér í lagi kosti og galla við samkeppnislögin, þar á meðal skilyrði og reglur um upplýsingar milli samstarfsaðila og skilyrði 15. gr. samkeppnislaga. Við þökkum þeim kærlega fyrir vel heppnað málþing.

 

 

 

Article photo