Hátíðarmóttaka Úlfljóts

Hátíðarmóttaka Úlfljóts fer fram föstudaginn 20. október næstkomandi. Í tilefni af því að Úlfljótur fagnar um þessar mundir 70 ára afmæli verður móttakan haldin í elsta húsi Reykjavíkur, Viðeyjarstofu í Viðey.

Dagskrá hefst í Viðey klukkan 20.00. Siglt verður með ferju til Viðeyjar rétt fyrir kl. 20, en nákvæm tímasetning verður tilkynnt bráðlega, og verður siglt til baka upp úr miðnætti. Boðið verður upp á léttar veitingar í fljótandi og föstu formi. Dagskrá verður að öðru leyti með hefðbundnu sniði.

Miðaverð verður 2.500 krónur og er hægt að panta miða á mottaka@ulfljotur.is. Skráning hefst klukkan 12 á morgun. Takmarkað miðamagn er í boði en ferð með ferju, fram og til baka, er innifalin í miðaverði. Miða verður að greiða í bóksölu Úlfljóts í síðasta lagi á fimmtudag.

Samhliða er vert að minnast á að hátíðarmálþing Úlfljóts fer fram í hádeginu sama dag. Umfjöllunarefnið að þessu sinni verður Landsréttur og hvaða áhrif hið nýja dómstig mun hafa á íslenskt réttarkerfi.

Frummælendur verða Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, Sigurður Tómas Magnússon, prófessor við Háskólann í Reykjavík og verðandi dómari við Landsrétt og Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélags Íslands.

 

Article photo