Velkomin á vefsíðu Orator

Orator, félag laganema við Háskóla Íslands er elsta og stærsta nemendafélag háskólasamfélagsins.
Félagið státar sig af frábæru félagslífi og öflugu fræðastarfi.

Styrktaraðilar

Nýjustu fréttir

Framhaldsaðalfundur Orators

Kæru laganemar,

Framhaldsaðalfundur Orators verður haldinn mánudaginn 3. apríl n.k. kl. 16:45. Hengdar hafa verið upp auglýsingar í Lögbergi.

Staðsetning verður tilkynnt á morgun, þriðjudaginn þann 28. mars. Boðið verður upp á fljótandi...

Lesa meira

Ný stjórn Orators

Ný stjórn ORATORS var kosin á spennandi framhaldsaðalfundi föstudagskvöldið 24. mars. Stemningin var frábær í sal Ferðafélags Íslands og ljóst er að glæsilegir einstaklingar buðu sig fram sem gerðu kosningarnar afar spennandi. 


...

Lesa meira

Lagabreytingartillögur

ORATOR

Tillögur að lagabreytingum 2017

 

Tillögur frá Lagaráði


Frumvarp til laga

um breytingu á lögum og fundarsköpum Orator,

 
Lesa meira

Viðburðir

 • Engir viðburðir á dagskrá!


  Mán
  Þri
  Mið
  Fim
  Fös
  Lau
  Sun

Starfsemi

Upprifjunarnámskeið

Upprifjunarnámskeið Orators eru námskeið sem haldin eru stuttu fyrir próf af laganemum og lögfræðingum sem hafa nýlega lokið námskeiðunum sjálfir. Allir kennarar okkar hafa staðið sig vel í námskeiðinu sem þeir kenna og hafa margir þeirra einnig kennt umræðutíma í því. Orator heldur upprifjunarnámskeið í öllum námskeiðum BA-námsins. Námskeiðin hafa það að markmiði að undirbúa nemendur undir prófin en fyrirkomulagið verður í formi fyrirlestra og yfirferðar á gömlum prófum.

Námskeiðin verða tveir dagar og fimm tímar í senn nema almenn lögfræði sem verða fjórir dagar og kennsla í fimm tíma á hverjum degi.

Skráning: Skráning stendur yfir alveg fram að námskeiði og fer fram með því að senda tölvupóst á orator@hi.is. Kröfur munu birtast á heimabanka viðkomandi með eindaga eftir áramót. Ekkert stress.

Skrá mig

Ágóði námskeiða fer í kennara- og kennslustofukostnað en allt umfram það til Orator, þ.e. beint aftur í félagslífið!

Verðskrá

Upprifjunarnámskeið Orators á facebook

Lögfræðiaðstoð Orators

Orator veitir almenningi endugjaldslausa lögfræðiaðstoð í síma 551-1012 á fimmtudagskvöldum kl. 19.30 - 22.00. Starfsemin hefst í september ár hvert og stendur fram í miðjan apríl, að undanskyldum desembermánuði þar sem laganemar þreyta próf við deildina á þeim tíma.

Lögfræðiaðstoðin hefur verið starfrækt um árabil og meðal annars hlotið Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins. Nemendur í meistaranámi við lagadeild Háskóla Íslands undir umsjón starfandi lögmanna sjá um að veita aðstoð og svör við fyrirspurnum.

Framkvæmdastjórar lögfræðiaðstoðarinnar eru Aron Freyr Jóhannsson og Birgitta Arngrímsdóttir.

Lögfræðiaðstoð Orators á facebook

Atvinnunefnd Orators

Atvinnunefnd Orators sér um að skipuleggja starfsnám fyrir laganema við Háskóla Íslands.  Markmið nefndarinnar er að koma laganemum við lagadeild Háskóla Íslands í samband við stofnanir og lögfræðistofur varðandi lögfræðitengd störf og stuðla að því að þeir geti öðlast starfsreynslu með fram námi.

Framkvæmdastjórar atvinnunefndar eru Hildur Hjörvar og Inga Valgerður Stefánsdóttir.

Atvinnunefnd Orators á facebook Tölvupóstur atvinnunefndar

Úlfljótur

Úlfljótur, tímarit laganema, hefur verið gefið út lengst allra tímarita við Háskóla Íslands. Fyrsta tölublað þess leit dagsins ljós í lok febrúarmánaðar árið 1947. Frá þeim tíma hefur tímaritið verið gefið út á hverju ári, að undanskildu árinu 1951, og orðið efnismeira með hverju árinu sem líður.

Um árabil hefur Úlfljótur rekið bóksölu í kjallara Lögbergs, rekstur bóksölunnar hófst árið 1987 og hefur haldið áfram óslitið síðan þá. Framkvæmdastjórar Úlfljóts fara með stjórn bóksölunnar, venju samkvæmt. Bóksalan býður nú upp á rúmlega 150 rit er varða lögfræði, en úrvalið hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár.

Meginmarkmið bóksölunnar er annars vegar lægra vöruverð en gengur og gerist hjá öðrum bóksölum og hins vegar traust þjónusta í þágu laganema. 

Bóksala Úlfljóts er staðsett í kjallara Lögbergs, Háskóla Íslands.

Framkvæmdastjórar Úlfljóts eru Hilmar Kristjánsson og Edda Bergsveinsdóttir.

Heimasíða Úlfljóts Úlfljótur á facebook Tölvupóstur Úlfljóts

Um Orator

Stjórn

Formaður

Sigríður Erla Sturludóttir

Varaformaður

Hersir Aron Ólafsson

Gjaldkeri

Snorri Sigurðsson

Ritstjóri Úlfljóts

Arnar Sveinn Harðarson

Funda- og menningarmálastjóri

Stefán Snær Stefánsson

Skemmtanastjóri

Linda Íris Emilsdóttir

Alþjóðaritari

Kolfinna Tómasdóttir